25.7.1998 0:00

Laugardagur 25.7.1998

Við fórum í Skálholt og hlýddum á Árna Heimi Ingólfsson flytja erindi um tvísöng í íslenskum sönghandritum eftir siðaskipti, tónleika Margrétar Bóasdóttur söngkonu, Jörgs Sondermanns orgelleikara og Noru Kornblueh sellóleikara og síðast en ekki síst hlýddum við á tónleika Andrews Manze, sem leikur á barokkfiðlu af miklu lisfengi og flytur góðar og markvissar skýringar um tilurð og gildi verkanna, sem hann leikur. Gafst þarna því einstakt tækifæri til þess að hlýða á fagra tónlist og fræðast um tónlistarsöguna.