17.10.1998 0:00

Laugardagur 17.10.1998

Klukkan 9.30 fór ég á málþing Félags íslenskra leikskólakennara um menntamál og flutti þar ræðu. Um hádegisbilið fórum við Rut til Keflavíkurflugvallar og tókum þar þátt í athöfn, þegar kista Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur kom til landsins, þaðan fórum við að Bessastöðum og rituðum nöfn okkar í minningarbók. Klukkan 16.sótti ég málþing umboðsmanns barna um einelti og flutti þar ræðu. Loks komst ég á tónleika klukkan 17.00 á vegum menningarmálanefndar Garðabæjar í Kirkjuhvoli, Garðabæ, þar sem þau Rannveig Fríða Bragadóttir mezzo-sópran og Gerrit Schuil pínaóleikari fluttu verk eftir Schumann, Brahms, Debussy og Jón Ásgeirsson, sem var sérstaklega hylltur vegna 70 ára afmælis síns.