30.9.2000 0:00

Laugardagur 30.9.2000

Klukkan 10.30 var ég í Ráðherrabústaðnum til að skrifa undir samning um vísindamál við Bandaríkin en Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gerði það fyrir þeirra hönd og við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra fyrir Íslands hönd. Síðan var hádegisverður í Þjóðmenningarhúsinu í boði Halldórs til heiðurs Albright. Hún er mjög viðræðugóð og var greinilega mjög ánægð með að heimsækja Ísland, og hún sagði í ræðu, að vinir sínir öfunduðu sig af að vera hér, enda væri Ísland „in“ í Bandaríkjunum og talið meðal „the hottest places in the world today“. Síðdegis flaug ég síðan til Ísafjarðar, þar sem ég tók þátt í hátíð vegna 30 ára afmælis skólans. Var ánægjulegt að gleðjast með Ísfirðingum af þessu tilefni. Kom heim aftur um 20.30.