26.5.2000 0:00

Föstudagur 26.5.2000

Klukkan 16.00 er hátíðleg athöfn í Menntaskólanum í Reykjavík á vegum Hagsmunafélags um eflingu verk- og tæknimenntunar á háskólastigi, sem verðlaunar að þessu sinni Áskel Harðarson stærðfræðikennara fyrir árangursríka stærðfræðikennslu á framhaldsskólastigi og kom það í minn hlut að afhenda verðlaunin. Klukkan 17.30 hátíðarkvöldverður á Bessastöðum til heiðurs konungshjónunum frá Jórdaníu. Var þetta fyrsti opinberi kvöldverðurinn, þar sem Dorrit Moussaieff, unnusta forsetans með opiberri trúlofun daginn áður, sat í húsmóðursæti. Klukkan 20.30 hófst ógleymanleg sýning Svanavatnsins í Borgarleikhúsinu. Laugardagur 27. maí Klukkan 15.00 er garðhúsasýningin opnuð á Kjarvalsstöðum. Klukkan 16.00 opnaði ég sýninguna Flakk í Norræna húsinu. Klukkan 17.00 sækjum við vorfagnað sjálfstæðismanna í Reykjavík í Valhöll.