17.7.1999 0:00

Föstudagur 17.7.1999

Fór um hádegisbilið til Þingvalla, þar sem ég átti fund með ungum hægri mönnum menningarmál svo sem að ofan er getið. Síðan hittumst við Gunnar Eyjólfsson, leikari og fyrrverandi skátahöfðingi, og fórum saman á alþjóðlega skátamótið við Úlfljótsvatn. Var gaman að ganga þar um og sjá, hvernig skátarnir höfðu búið um sig og nutu lífsins, þrátt fyrir mýbitið í veðurblíðunni. Ókum við um Hveragerði til baka og litum inn á nýopnaða sýningu 61 listmálara í listaskálanum, sem Einar Hákonarson reisti af miklum stórhug.