3.12.1999 0:00

Föstudagur 3.12.1999

Klukkan 11.30 fór ég í heimsókn í Skýrr hf. í tilefni af því, að fyrirtækið hefur keypt Íslenska menntanetið og leggur á ráðin um góða þjónustu við skólakerfið. Klukkan 13.15 hófst jólaráðstefna Skýrslutæknifélags Íslands og flutti ég þar setningarræðu. Lýsti ég þar þeirri skoðun, að nú færi bylgja mikilla breytinga um heim upplýsingatækninnar hér á landi og annars staðar. Klukkan 15.00 var athöfn í Þingholti, þar sem Þroskahjálp heiðraði einstaklinga og stofnanir með múrbrjótnum, það er fyrir að rjúfa einangrun fatlaðra og þroskaheftra.