27.2.1998 0:00

Föstudagur 27.2.1998

Fyrir hádegi fór ég í Laugarnesskólann og heimsæki þar bekkinn, sem kemur fram í auglýsingamynd ráðuneytisins vegna námskrárkynningarinnar. Var það mjög skemmtileg stund með krökkunum og vinsamlega á móti okkur tekið af Jóni Frey Þórarinssyni skólastjóra. Klukkan 15.00 fór ég í Menntaskólann í Reykjavík og fór þar um með Ragnheiði Torfadóttur rektor til að átta mig á þeim miklu framkvæmdum, sem nú standa fyrir dyrum við skólann. Klukkan 17.00 fór ég í Kennaraháskóla Íslands til að fagna því, að fyrstu íbúðirnar voru formlega teknar í notkun í nýjum stúdentagörðum Byggingarfélags námsmanna við Bólstaðarhlíð, en ég tók þar fyrstu skóflustungu 28. febrúar 1997.