5.9.2002 0:00

Fimmtudagur 5.9.2002

Klukkan 14.00 hófst borgarstjórnarfundur og stóð til kl. 19.30 með 30 mínútna matarhléi. Við sjálfstæðismenn lögðum fram tillögu okkar um stórlækkun fasteignaskatts á eldri borgara og öryrkja og var hún felld eins og tillaga um lækkun holræsagjalds. Ég var undrandi á því hvernig R-listinn brást við, því að rökin voru þau hjá borgarstjóra, að það mætti ekki mismuna í þágu þessa hóps, þá var sagt að borgarsjóður þyldi ekki tekjutapið og loks að gamla fólkið ætti að selja fasteignir sínar eða skuldsetja til að auka lífeyri sinn.