27.4.2000 0:00

Fimmtudagur 27.4.2000

Klukkan 9.30 hófst athöfn í Náttúrusögusafni Smithsonian-stofnunarinnar í Washington og síðan fórum við og skoðuðum Víkingasýningu safnsins. Hádegisverður í boði Smithsonian í höfuðstöðvum safnsins. Þar var Howard Baker, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og náinn samstarfsmaður Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta, gestgjafi. Síðdegis fór ég í menntamálaráðuneyti Bandaríkjanna og átti þar fund með þeim, sem stjórna stefnumótun að því er varðar nýtingu tölvutækninnar í skólum. Klukkan 18.30 hófst mikil veisla í Smithsonian-safninu vegna þess að Víkingasýningin var opnuð.