30.12.1999 0:00

Fimmtudagur 30.12.1999

Klukkan 13.30 vorum við fjármálaráðherra í Verslunarskóla Íslands og rituðum undir þjónustusamning við skólann. Klukkan 14.00 var ég í Ráðherrabústaðnum og ritaði undir árangursstjórnunarsamninga við forstöðumenn 11. menningarstofnana ríkisins. (Má segja innan sviga, að undarlegt sé í öllum umræðum fjölmiðla um viðskiptalífið, rekstur fyrirtækja og stjórnunarhætti skuli ekki vera meiri áhugi á þeim nýjungum, sem menntamálaráðuneytið hefur að ýmsu leyti haft frumkvæði að því að innleiða í opinberum rekstri með þessum samningum við stofnanir á verksviði sínu. Samið hefur verið með þessum hætti við alla framhaldsskóla, allar helstu menningarstofnanir og tvo stærstu háskólana. Þorvarður Elíasson, skólameistari Verslunarskóla Íslands, sagði í útvarpsviðtali, eftir að samningurinn um skólann var undirritaður, að með reiknreglum að baki samningum um framhaldsskólanna hefði verið búið í haginn fyrir einkavæðingu þeirra. Þetta eru fjölmennustu vinnustaðir landsins.)