29.5.1997 0:00

Fimmtudagur 29.5.1997

Síðdegis fimmtudaginn 29. maí tók ég þátt í athöfn í Íslandsbanka, þar sem menntastyrkir bankans voru afhentir. Eftir það efndum við Rut til móttöku í Þjóðminjasafni fyrir þátttakendur í söguþinginu. Síðan fórum við í Hallgrímskirkju og hlýddum á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Roys Goodmanns, þar sem Hörður Áskelsson lék einleik í nýjum orgelkonsert eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Var það eftirminnileg stund, sem við héldum upp á eftir tónleikana með móttöku fyrir tónskáld, einleikara, hljómsveit og stjórnendur Kirkjulistarhátíðar í Hallgrímskirkju.