20.6.2001 0:00

Miðvikudagur 20.6.2001

Þingflokkur sjálfstæðismanna kom saman í Valhöll klukkan 15.00. Höfðu hina einkennilegustu umræður farið fram í tilefni af þessum fundi og andstæðingar flokksins meðal annars getið sér þess til, að hann væri haldinn til að Davíð Oddsson hæti boðað afsögn sína sem forsætisráðherra. Einnig hafði ég heyrt, að ég myndi segja af mér til að verða sendiherra Íslands í Washington. Er undarlegt, hvernig sögur af þessu tagi komast á kreik.