14.4.1999 0:00

Miðvikudagur 14.4.1999

Klukkan 16.00 fór ég á fund með starfsmönnum og nemendum Tækniskóla Íslands og ræddi um stöðu skólans. Innan hans er bæði boðið nám á háskólastigi og svonefnd frumgreinanám, sem er á framhaldsskólastigi. Skólinn hefur starfað í 35 ár og er nauðsynlegt að skilgreina stöðu hans með hliðsjón af nýjum lögum um háskólastigið. Hef ég látið vinna mikið í málefnum skólans og semja frumvarp um Tækniháskóla Íslands en ekki lagt það fram, af því að ég tel, að allir, sem að skólanum starfa þurfi að fá nægan tíma til að átta sig á stöðu hans í ljósi hins nýja starfsumhverfis. Klukkan 17.30 talaði ég á fundi um menntamál í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins við Skipholt í Reykjavík.