13.4.1999 0:00

Þriðjudagur 13.4.1999

Ritaði eftir hádegi undir samninga við Fræðsluráð málmiðnaðarins um að það taki að sér verkefni af menntamálaráðuneytinu varðandi sveinspróf og fleira. Er þetta fjórði samningurinn af þessu tagi, sem ég rita undir. Er þetta liður í því að virkja atvinnulífið meira en áður í þágu skólastarfs og menntunar. Síðan hitti ég rektora Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Kennaraháskóla Íslands og ræddi við þá um úrræði til að draga úr skorti á réttindakennurum.