27.4.1999 0:00

Þriðjudagur 27.4.1999

Síðdegis var ársfundur Rannsóknarráðs Íslands haldinn í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Var ég meðal ræðumanna. Svartsýnismenn fylkingarinnar og annarra í menntamálum hefðu átt að sitja þennan fund til að öðlast meiri bjartsýni. Klukkan 16.00 fór ég í fjarfundaver Landssímans og tók þátt í fundi, sem fór fram þar og á Ítalíu. Hlaut Ari Trausti Guðmundsson viðurkenningu fyrir baráttu hans í þágu umhverfisverndar og afhenti Thor Vilhjálmsson rithöfundur verðlaunin auk þess sem hann flutti ræðu á ítölsku, sem var vel tekið af hlustendum í Róm. Einnig voru þarna tvær stúlkur, sem hafa verið við ítölskunám í Háskóla Íslands.