11.5.1999 0:00

Þriðjudagur 11.5.1999

Að loknum ríkisstjórnarfundi kom ríkisráðið saman klukkan 12.00 að Bessastöðum. Þar kvöddu þeir Þorsteinn Pálsson og Guðmundur Bjarnason formlega ríkisstjórnina og forseta Íslands. Jafnframt skýrði Davíð Oddsson frá því að ríkisstjórnin myndi sitja áfram og nota tímann fram að mánaðamótum til að ræða málefni og frekara samstarf flokkanna, sem að henni standa.