19.5.1998 0:00

Þriðjudagur 19.5.1998

Klukkan 16.00 var fundur í Ársal Hótel Sögu, þar sem saman komu fulltrúar í 7 starfsgreinaráðum, sem eru að taka til starfa. Starfsgreinaráð gegna lykilhlutverki við skipulag á starfsnámi í framhaldsskólum. Eru alls 14 slík ráð nú tekin til starfa. Er þessum þætti við nýskipan starfsnámsins þar með lokið. Markar þetta þáttaskil í þróun starfsnáms og verður mjög spennandi að sjá hvaða áhrif þessi nýskipan hefur. Menntamálaráðuneytið boðaði til þessa fundar og flutti ég þar ræðu auk embættismanna. Klukkan 20 fórum við Rut í Þjóðleikhúsið og horfðum á Le Cercle Invisible, það er ósýnilega sirkusinn. Var það skemmtileg kvöldstund og gott framlag til Listahátíðar, sérstaklega var gaman að fylgjast með því, hve börnin í salnum lifðu sig inn í það, sem gerðist á sviðinu.