21.10.1997 0:00

Þriðjudagur 21.10.1997

Umræður voru á Alþingi í fjögur frumvörp, sem ég flyt þar, það er um háskóla, um Kennara- og uppeldisháskóla, um Örnefndastofnun og um breyting á lögum um bæjarnöfn. Var mest rætt um fyrsta frumvarpið og gekk Svavar Gestsson helst fram fyrir skjöldu af hálfu stjórnarandstöðunnar. Daginn eftir var öllum frumvörpunum vísað til meðferðar í menntamálanefnd þingsins.