3.5.1999 0:00

Mánudagur 3.5.1999

Klukkan 12.15 var kosningafundur í Kennaraháskóla Íslands. Klukkan 17.00 var kosningafundur á Hótel Borg, þar sem Bandalag íslenskra listamanna bauð öllum framboðum að senda fulltrúa sína til að ræða um menningarmál. Var fundurinn vel sóttur og stóð fram yfir klukkan 19.00 Klukkan 19.50 var ég í umræðum um Ísland og Evrópusambandið í beinni útsendingu á Stöð 2 við Ágúst Einarsson, þingmann fylkingarinnar, sem ekki náði endurkjöri.