26.1.1998 0:00

Mánudagur 26.1.1998

Klukkan 17.00 var ég í sal sjálfstæðismanna í Grafarvogi með Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarfulltrúi og sátum við þar til klukkan 19.00 og ræddum við gesti um þau málefni, sem þeir vildu ræða. Menntamál bar í sjálfu sér ekki hátt en þeim mun meira var rætt um samgöngumál. Er augljóst, að íbúar í Grafarvogi telja borgaryfirvöld ekki hafa staðið vel að því undanfarin ár að tryggja hagsmuni íbúanna þar.