28.9.1998 0:00

Mánudagur 28.9.1998

Klukkan 9 hófust bandarískir-íslenskir vísindadagar og flutti ég ávarp við upphaf þeirra. Var þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn efna til slíkra daga með annarri þjóð og staðfestir að mínu mati hin góðu tengsl, sem eru milli þjóðanna. Er ég viss um, að þetta samstarf eigi eftir að gagnast okkur mikið, sé rétt á málum haldið. Í ávarpi mínu minnti ég á, að nú væru tæp 60 ár liðin síðan Bandaríkjamenn tóku að sér að tryggja öryggi okkar Íslendinga, meira traust væri ekki unnt að sýna neinni þjóð en fela henni öryggi sitt.