26.7.1998 0:00

Sunnudagur 26.7.1998

Klukkan 16.00 kom það í minn hlut að afhjúpa sérkennilegan, glæsilegan og umhverfisvænan, eins manns bíl, sem nemendur við Myndlista- og handíðaskólann hafa hannað og smíðað, verður hann sendur til Stokkhólms, menningarborgar Evrópu og tekur þar um miðjan ágúst þátt í keppni við verk frá 13 lista- og hönnunarskólum á Norðurlöndunum, sem boðið var að keppa um listilega hannað, umhverfisvænt ökutæki. Athöfnin fór fram í fjörunni í Nauthólsvík í góða veðrinu. Mega norrænu keppinautarnir vera snjallir, ef þeir slá þessu farartæki við.