4.1.2018 10:18

Bálkakeðja eða blokkkeðja, bitmynt eða bitamynt

Í upphafi nýs árs er gott að fá þessar skýringar. Til að festa nýjungar í sessi er ekki aðeins nauðsynlegt að skilja hvað í þeim felst heldur einnig að sameinast um hvaða orð á að nota um þær á móðurmálinu.

 Í ViðskiptaMogga í morgun (4. janúar) er leitast við að skýra fyrir lesendum nýmæli í viðskiptaheiminum sem rekja má til rafrænna samskipta: annars vegar blockchain og hins vegar bitcoin. Rafmyntin er kölluð bitmynt á íslensku en um hitt fyrirbrigðið eru notuð tvö nýyrði: bálkakeðja og blokkkeðja.

Þór Sigfússon í Sjávarklasanum segir:

„Bálka­keðjunni má best lýsa sem einni sam­ræmdri skrá sem dreift er á marga staði. Það að skrá­in skuli ekki geymd á ein­um stað þýðir að eng­inn einn get­ur tekið sig til og breytt þeim upp­lýs­ing­um sem skrá­in geym­ir, en að auki er tækn­in þannig gerð að ekki þarf millilið til að halda utan um skrána. [...]

Í til­viki bitco­in er bálka­keðjan notuð til að skrá­setja á ör­ugg­an og áreiðan­leg­an hátt hver á hvaða raf­mynt, en í til­viki sjáv­ar­út­vegs­ins mætti t.d. nota bálka­keðjuna til að halda utan um upp­runa­skrán­ing­ar sjáv­ar­af­urða eða gera sjálf­virka „for­rit­an­lega“ kaup- og sölu­samn­inga þar sem greiðslur fara sjálf­krafa á milli aðila þegar búið er að full­nægja ákveðnum skil­yrðum, s.s. um gæði vör­unn­ar eða af­hend­ing­ar­tíma.

Það ör­yggi sem bálka­keðjan býður upp á þýðir að hún hent­ar m.a. vel til að skrá rekj­an­leika-upp­lýs­ing­ar.“

Myndin á að sýna hvernig keðjan (blockchain) myndar vörn um myntina (bitcoin), aðeins þeir sem geta opnað keðjuna geta notað myntina.

Hjörtur H. Jónsson forstöðumaður áhætturáðgjafar hjá ALM verðbréfum, segir:

„Bit­mynt hóf sína ungu og storma­sömu ævi árið 2009, þegar fyrstu 50 bit­mynt­irn­ar voru bún­ar til og af­hent­ar skap­ara sín­um. Það sem var merki­legt við þenn­an at­b­urð var ekki bit­mynt­in sjálf, held­ur miklu frek­ar tækn­in og hug­búnaðar­kerfið sem hún bygg­ist á, svo­kölluð blockchain sem mætti kalla blokkkeðju á ís­lensku. Nýtt kerfi sem gerði kleift að búa til raf­mynt sem nán­ast ómögu­legt er að falsa, gefa út um­fram fyr­ir­fram ákveðið magn eða ráðskast með af ein­um eða fáum aðilum. Þannig lá fyr­ir við stofn­un bit­mynt­ar­inn­ar árið 2009 hvað þyrfti að gera til að vinna sér inn (búa til) bit­mynt, að fjöldi þeirra geti mest­ur orðið 21 millj­ón og hvað þarf að gera til að færa bit­mynt­ir frá ein­um eig­anda til ann­ars. [...]

Greiðsla með bit­mynt er hins­veg­ar háð því að mótaðil­inn vilji taka við henni, nokkuð sem er ólík­legt á Íslandi í dag, en er­lend­is var fjöldi fyr­ir­tækja sem taka við greiðslum í bit­mynt kom­inn yfir hundrað þúsund árið 2015 og þeirra á meðal eru stór og virt fyr­ir­tæki líkt og PayPal, Microsoft og Dell.“

Í upphafi nýs árs er gott að fá þessar skýringar. Til að festa nýjungar í sessi er ekki aðeins nauðsynlegt að skilja hvað í þeim felst heldur einnig að sameinast um hvaða orð á að nota um þær á móðurmálinu.

bitcoin íslenskað kann einhverjum að þykja eðlilegt að tala um bitamyntbit er biti á íslensku. Miðað við lýsinguna á því sem stendur að baki orðinu blockchain má færa rök fyrir að gegnsærra sé að tala um blokkkeðju en bálkakeðju í daglegu máli. Markmiðið með blockchain er að mynda blokk notenda en í íslensku orðasafni er bálkur notað um blokk í þessu samhengi.

Þór Sigfússon telur að tileinki íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sér bálkakeðju í alþjóðlegum viðskiptum nái þau ekki aðeins forskoti á keppinauta sína heldur verði til ný hátækni-aukabúgrein sem öðlist sjálfstætt líf. Tæknin sparar ekki aðeins sporin og mannaflann heldur skapar nýjar afurðir og tækifæri.